Kriya Yoga

Kriya yoga er vísindaleg hugleiðsluaðferð sem eðlilegt er að sé mikil nefnd á síðum bóka og í öðru efni sem kemur frá SRF þar sem Paramahansa Yogananda, stofnandi SRF var af Meisturum sínumm valinn til að vera sá sem skyldi útbreiða þessi helgu vísindi á vesturlöndum.

SRF býður upp á kennsluefni í bréfaskóla sem er undanfari þess að nema Kriya Yoga og hljóta Kriya Yoga vígslu. Kriya Yoga vígslur eru framkvæmdar af munkum SRF í Musterum þeirra í Bandaríkjunum og víða annarstaðar í heiminum. Þeir sem hafa áhuga á að vita meira um Kriya Yoga er bent á að í bókinni "Autobiography of a Yogi" er að finna þá nákvæmustu umfjöllun um Kriya Yoga sem hægt er að veita á svo almennum vettvangi.

Til að komast í samband við Self-Realization Fellowship er hægt að smella á: www.yogananda-srf.org